Nú á dögunum reistum við 72.fermetra salerniskjarna við Skógafoss og það verkefni kom virkilega vel út. Einingarnar eru sérsmíðaðar úr stáli og koma í stærðum 8 x 3,2 m ( 2.stk) og 6,415 m x 3,2 m (1.stk). Einnig hefur verið bætt við þaki á húsið sem er grænþakalausn sem eykur veðurþol, veitir möguleka á gróðurþekju ofan á húsinu og gerir ásýndina glæsilegri. Hönnun, útfærsla og uppsetning hússins var í höndum sérfræðinga Terra Eininga og með samstarfsaðilum varð útkoman eins glæsileg og raun ber vitni.
Terra Einingar óska Rangárþingi til hamingju með húsið og þakka farsælt samstarf