Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði opnaði nýbyggingu við leikskólann í febrúar síðastliðnum en viðbyggingin saman stendur af 10.húseiningum frá Terra Einingum. Viðbyggingin markar tímamót hvað varðar starfsemi leikskólans þar sem samhliða því að viðbyggingin var tekin í notkun voru gerðar miklar breytingar á starfsemi leikskólans. Allt skipulag starfseminnar var endurskoðað, breytingar hafa orðið á deildarskipan, aukið hefur á fjölbreytileika rýmanna, gert er ráð fyrir sérkennslurými, starfsmannaaðstaða hefur verið bætt og fleira sem gerir það að verkum að rýmin á Arakletti uppfylla nú gæðaviðmið um húsakost leikskóla. Til hamingju Patreksfjörður !