Húseiningar
Húseiningar sem framleiddar eru fyrir skólahúsnæði eru sérútbúnar fyrir hvert verkefni til að mæta kröfum ásamt því að uppfylla þarfir notenda. Húsin eru mjög vönduð að innan sem utan og koma fullfrágengin með hreinlætistækjum, gólfefni loftaklæðningu og lýsingu.
Einingahúsin eru vönduð og standast kröfur byggingarreglugerðar um einangrun, frágang og öryggi og hafa reynst vel við íslenskar aðstæður.
Hægt er raða þeim upp í 3 til 4 hæðir með rúmgóðum stigagangi. Hugsað er útí alla hluti sem tengjast einangrunargildi, hljóðvist ásamt hlýleika og frágangi. Hægt er að velja úr miklu úrvali yfirborðsefna á loftum, gólfum og veggjum.
Stór kostur þessara húsa er mikill tímasparnaður, á meðan verið er að vinna við jarðvinnu og sökkla eru húsin framleidd annars staðar. Þau eru svo sett saman á staðnum og skilað fullfrágengnum.
Húseiningar
Skrifstofueiningar fást í nokkrum stærðum og óteljandi möguleikar eru á að raða þeim saman eftir óskum kaupanda.
Húsin eru vönduð og standast kröfur byggingarreglugerðar um einangrun, frágang og öryggi og hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Hægt er raða þeim upp í 3 til 4 hæðir með rúmgóðum stigagangi. Hljóðvist er mjög góð og hægt er að velja úr miklu úrvali yfirborðsefna á loft, gólf og veggi.
Stór kostur þessara einingahúsa er mikill tímasparnaður í uppbyggingu, á meðan verið er að vinna við jarðvinnu og sökkla eru húsin framleidd annars staðar.
Húseiningar
Vinnuflokkar sem vinna við vegagerð, virkjana- og byggingaframkvæmdir þurfa oft tímabundna aðstöðu; skrifstofur, kaffistofur, geymslur og fleira.
Við bjóðum hagkvæm einingahús sem hægt er að raða saman á ótal vegu í takt við óskir og þarfir. Hægt er að velja úr einingum með mismunandi eiginleika í stærðum, hæðum ásamt einangrunagildum.
Einnig hægt að útfæra sem gistieiningar og matsal með góðri lofthæð. Hönnun og ráðgjöf til staðar, án endurgjalds.
Húseiningar
Gistiheimili og sumarhús eru fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum. Sérútbúin herbergi ásamt sameiginlegum rýmum eftir þörfum hvers og eins. Einingahúsin koma fullbúin að innan með hreinlætistækjum, gólfefnum, lýsingu og loftaefni.
Hagkvæm og góð lausn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki hvort sem er fyrir útleigu og einnig sem aðstaða fyrir starfsmenn.
Hægt að útfæra ytra birgði á ýmsan hátt með klæðningu, fjölbreyttum litum ásamt þaki.
Húseiningar
Íbúðaeiningar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og útfærslum. Einingahúsin koma fullbúin að innan sem utan. Hægt er að klæða einingarnar eftir á til að mynda eina heildstæða byggingu. Tilvalin lausn til að útbúa útleigjanlegar íbúðir eða starfsmannaaðstöðu fyrir starfsfólk.
Húseiningar
Einingahús frá Terra Einingum hafa ýmiss notagildi. Hægt er að breyta þeim á einfaldan hátt til að notagildi rýma sé eftir þínum þörfum. Sem dæmi hefur Terra Einingar útbúið flottar hjólageymslur fyrir fyrirtæki, komusal við flugstöð, covid rými, fundarrými sem viðbót við skrifstofur, lagerrými ásamt verðmætageymslur. Möguleikarnir eru óendanlegir.