Opnun Ylju neyslurýmis
23. ágúst 2024

Rauði krossinn á Íslandi opnar nýjar höfuðstöðvar Ylju.

Rauði Krossinn á Íslandi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar fyrir samfélagsverkefnið Ylja. Terra Einingar og Rauði krossinn höfðu gert með sér samstarfssamning sem fól í sér styrk í formi húsnæðis undir starfssemi Ylju. Húseiningar okkar koma því að góðum notum í þessu mikilvæga og þarfa verkefni .


Ylja örugga neyslurýmið er mikilvægt skref í þjónustu við fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Það byggir á hugmyndafræðinni um skaðaminnkun en í því felst að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar vímuefna, án þess endilega að draga úr notkun þeirra. Í rýminu munu einstaklingar 18 ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks. Markmið Ylju er að lágmarka þörf einstaklinga til að neyta vímuefna á almannafæri og þannig koma í veg fyrir þann skaða sem vímuefnaneysla í óöruggum aðstæðum getur haft í för með sér. Má þar nefna sýkingar, blóðborna smitsjúkdóma og ofskammtanir. Ylja leggur einnig áherslu á að mynda traust, veita stuðning og viðhalda mannlegri reisn hjá notendum úrræðisins.


Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði
1. nóvember 2024
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði
Terra Einingar - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
24. október 2024
Terra Einingar - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Share by: