Terra Einingar setti upp vinnubúðir fyrir Nýja Landspítala sem er samstarfsverkefni NLSH, Landspítala (LSH), velferðarráðuneytisins, Háskóla Íslands (HÍ) og EFSR. Verkið samanstendur af 14.húseiningum sem mynda rými upp á 210 fermetra. Í rýminu er anddyri, ræsting, salerni, eldhúskrókur, fatahengi, 2 fundarherbergi, sameiginlegt rými og skrifstofurými fyrir 25-30 starfsmenn. Við komum að öllu ferlinu sem felst í því að hanna, framleiða og fullgera húsnæði tilbúið til notkunar með vatnslögnum, frárennsli, raflögnum og loftræsingu. Einnig sáum við um smíði og uppsetningu á stiga fyrir efri hæðina. Fyrir voru húseiningar sem settar voru upp árið 2021 og er þetta viðbót við þær einingar sem mynda efri hæð.